3.3.2008 | 22:23
Aðalfundarboð
Íbúasamtök Háaleitis norður boða til aðalfundar miðvikudaginn 12. mars kl: 20.00 í sal Álftamýrarskóla. ATH: Fyrirhugaðar eru lagabreytingar og stækkun íbúasamtakanna. Tillögur um lagabreytingar eru á vef samtakanna: www.haaleitinordur.blog.is Íbúar við eftirtaldar götur eru hvattir til að mæta: Álftamýri, Álmgerði, Brekkugerði, Efstaleiti, Espigerði, Fellsmúla, Furugerði, Háaleitisbraut, Heiðargerði, Hlyngerði, Hvammsgerði, Hvassaleiti, Kringluna, Miðleiti, Neðstaleiti, Ofanleiti, Safamýri, Seljugerði, Skálagerði, Starmýri, Stóragerði og Viðjugerði Þeir íbúar sem áhuga hafa á að forskrá sig í félagið eða í stjórnarsetu eru hvattir til að senda tölvupóst á netfangið haaleitinordur@yahoo.com fyrir aðalfund.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.3.2008 kl. 09:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.