Lög Íbúasamtaka Háaleitis norður

1. grein. Heiti félagsins og varnarþing: Félagið heitir Íbúasamtök Háaleitis norður.Varnarþing félagsins er í Reykjavík. 2. grein. Félagssvæðið: Félagið er félag íbúa í Háaleiti norður; samanstendur það af íbúum við Háaleitsbraut norðanMiklubrautar, Safamýri, Álftamýri, Starmýri ogFellsmúla.Allir íbúar sem eiga lögheimili á svæðinu og eru18 ára og eldri hafa kjörgengi og atkvæðisrétt áfundum félagsins. Nánar afmarkast áhrifasvæðifélagsins af Kringlumýrarbraut í vestri,Suðlandsbraut í norðri, Grensásvegi í austri ogMiklubraut í suðri að götunum meðtöldum. 3. grein. Markmið: Félagið er almennt félag. Tilgangur þess ogmarkmið eru eftirfarandi:• Að stuðla að samhug og samkennd íbúahverfisins.• Að vera samstarfsvettvangur íbúa ogfélagasamtaka á svæðinu.• Að vinna að framfara- oghagsmunamálum í hverfinu.• Að starfa með Hverfisráði Háaleitis- ogLaugardals og öðrum opinberum aðilumsem fara með málefni hverfisins og íbúaþess.• Að stuðla að samstarfi við íbúasamtökannarra hverfa. 4. grein. Stjórn félagsins: Stjórn félagsins skal skipuð sjö félagsmönnum:formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera ogþremur meðstjórnendum auk tveggjavaramanna.Formaður félagsins er fulltrúi þess ogfélagsstjórnar út á við. Hann kveður tilstjórnarfunda þegar þurfa þykir, þó minnstfjórum sinnum á ári. Hann semur dagskrá fyrirfundina og stjórnar þeim. Formaður hefurumsjón með starfsemi félagsins og eftirlit meðþví að fylgt sé lögum, reglum ogfundarsamþykktum.Stjórn félagsins skal boða til funda í samræmivið samþykktir og lög félagsins.Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn félagsins ogallra félagsmála milli félagsfunda.Tveir sérstaklega kjörnir skoðunarmenn skuluyfirfara reikninga félagsins fyrir liðiðreikningsár, sem er almanaksárið.Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi ár hvert,ennfremur tveir skoðunarmenn reikninga.Hljóti frambjóðendur jafnan fjölda atkvæða skalhlutkesti ráða því hver nær kjöri.Stjórnin skiptir með sér verkum. 5. grein. Fundahöld: Félagsfund skal boða með minnst þriggja dagafyrirvara.Heimilt er að boða til fundar með skemmrifyrirvara ef nauðsyn krefur.Félagsfundur er lögmætur og ályktunarfær eflöglega hefur verið til hans boðað meðauglýsingu í fjölmiðlum og/eða bréflega.Dagskrá fundar skal getið í fundarboði.Ákvarðanir lögmætra félagsfunda um málefnifélagsins eru bindandi fyrir stjórn félagsins. Þarræður afl atkvæða úrslitum með þeimtakmörkunum sem lög og reglur félagsins kveðaá um.Reglulegir fundir félagsins eru:AðalfundurAðalfund skal halda í febrúar eða mars ár hvert.Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnumfélagsins. Allir félagsmenn eiga rétt á að sitjaaðalfund. Aðalfund skal boða með auglýsingu ífjölmiðlum og/eða með dreifibréfi með minnstsjö daga fyrirvara.Þá skulu m.a. tekin fyrir í þessari röð eftirtalinmál:1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins áliðnu starfsári.2. Endurskoðaðir reikningar félagsins.3. Gerð grein fyrir störfum nefnda.4. Kosning formanns.5. Kosning stjórnar og varamanna.6. Kosning tveggja skoðunarmannareikninga.7. Lagabreytingar ef þeirra hefur veriðgetið í fundarboði.8. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.9. Kosning nefnda.10. Önnur mál.FélagsfundurFélagsfundi skal halda þegar ástæða þykir til.Stjórn félagsins er skylt að boða til félagsfundaref minnst 25 félagsmenn óska eftir því skriflegaog fram kemur dagskrárefni.Önnur fundahöldHeimilt er stjórn félagsins að boða til sérstakrafunda með félagsmönnum eða svæðum þar semfjallað er sérstaklega um þeirra mál eðaafmörkuð félagsleg málefni. 6. grein. Starfshópar félagsins: Stjórn félagsins og félagsfundir geta skipaðstarfshópa og falið þeim ákveðin verkefni eftirnánari fyrirmælum hverju sinni. 7. grein. Fjármál: Félagið er ekki rekið í fjárhagslegumtilgangi. Tekjur þess eru gjafir, framlög ogstyrkir. Kostnað af rekstri félagsins ogstarfsemi þess skal greiða úr sjóðumfélagsins. Stjórn félagsins ber ábyrgð áeignum félagsins og sér um að ávaxta sjóðiþess á sem tryggastan hátt.Gjaldkeri félagsins hefur á hendi öll fjármálfélagsins nema annað sé ákveðið í lögum ogreglugerðum.Reikningsár félagsins er almanaksárið.Félagslegir skoðunarmenn reikninga skuluyfirfara reikninga félagsins fyrir liðiðreikningsár og leggja fram athugasemdir sínar,ef nokkrar eru, fyrir aðalfund. Hlutverk þeirra erm.a. að hafa eftirlit með því að fjármunumfélagsins sé í öllu ráðstafað í samræmi viðfélagsvenjur og gildandi heimildir. Að lokinniskoðun skulu þeir árita reikningana. 8. grein. Lagabreytingar: Lögum þessum má breyta á aðalfundi enda hafibreytinganna verið getið í fundarboði. 9. grein. Félagsslit: Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi ogað 2/3 hluti fundarmanna samþykki það. Auðirog ógildir seðlar teljast þá ekki með.Verði samþykkt að leggja félagið niður skalvarðveita eignir þess í banka þar til annað félag er stofnað með sama tilgangi á félagssvæðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband