Tillaga stjórnar á aðalfundi 2008 um breytingu á lögum Íbúasamtaka Háaleitis norður

  Lög Íbúasamtaka Háaleitis norður 
Verður: Lög Íbúasamtaka Háaleitis 
 1. grein. Heiti félagsins og varnarþing  Félagið heitir Íbúasamtök Háaleitis norður. Varnarþing félagsins er í Reykjavík.  
Verður: 1. grein. Heiti félagsins og varnarþing  Félagið heitir Íbúasamtök Háaleitis. Varnarþing félagsins er í Reykjavík.  
 2. grein. Félagssvæðið  Félagið er félag íbúa í Háaleiti norður; saman stendur það af íbúum við Háaleitsbraut norðanMiklubrautar, Safamýri, Álftamýri, Starmýri og Fellsmúla.  Allir íbúar sem eiga lögheimili á svæðinu og eru 18 ára og eldri hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundum félagsins. Nánar afmarkast áhrifasvæði félagsins af Kringlumýrarbraut í vestri, Suðlandsbraut í norðri, Grensásvegi í austri og Miklubraut í suðri að götunum meðtöldum.  
Verður: 2. grein. Félagssvæðið  Félagið er félag íbúa í Háaleiti. Saman stendur það af íbúum við Álftamýri, Álmgerði, Brekkugerði, Efstaleiti, Espigerði, Fellsmúla, Furugerði, Háaleitisbraut, Heiðargerði, Hlyngerði, Hvammsgerði, Hvassaleiti, Kringlunni, Miðleiti, Neðstaleiti, Ofanleiti, Safamýri, Seljugerði, Skálagerði, Starmýri, Stóragerði og Viðjugerði Allir íbúar sem eiga lögheimili á svæðinu og eru 18 ára og eldri hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundum félagsins.  Nánar afmarkast áhrifasvæði félagsins af Kringlumýrarbraut í vestri, Suðlandsbraut í norðri, Grensásvegi í austri og Bústaðarvegi í suðri að götunum meðtöldum  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband